top of page

Opus

 

Heildarlausn fyrir

tannlæknastofuna

Tstofan samanstendur af mörgum þáttum sem til samans búa til heildarlausn sem miða að því að einfalda rekstur tannlæknastofa. Tstofan er miðjan í starfsemi stofunnar sem tengir saman verkþætti og tæki bæði innan og utan veggja fyrirtækisins.

Kynntu þér lausnirnar hér fyrir neðan til að sjá hvernig Tstofan getur leyst verkefnin á tannlæknastofunni þinni.. 

Tstofan

Komuskráning

Það er oft annasamt á tannlæknastofunni og ekki alltaf hægt að vera til staðar til að taka á móti viðskiptavinunum. Með komuskráningu er alltaf einhver til staðar til að staðfesta komu viðskiptavinarins. Viðskiptavinurinn sest niður rólegur og bíður eftir að kallað verði á hann og Tstofan lætur starfsfólk stofunnar vita að viðkomandi er mættur.

SMS

Tstofan býður upp á innbyggt SMS kerfi sem sér um að senda áminningar um tímabókanir sjálfvirkt. Það er einnig hægt að nota það til að senda innkallanir í skoðun og þessháttar skilaboð til viðskiptavina. Dagbókinn í Tstofu sýnir svo með merkingum hvort sími viðkomandi viðskiptavinar hafi staðfest móttöku skilaboðanna eða ekki. Með þeim hætti er hægt að fækka þeim tilfellum þar sem viðskiptavinur mættir ekki í tíma.​

Afritun

Eitt það mikilvægasta sem fyrirtæki þurfa er örugg afritun gagna. Ef afritun er trygg er ekkert sem getur gerst í tölvukerfi fyrirtækisins sem ekki er hægt að laga. Afritunin dulkóðar og þjappar gögnum áður en þau er send út úr húsi í örugga geymslu. Dulkóðunin tryggir að aðeins starfsmenn fyrirtækisins geta lesið afritið og þjöppunin tryggir hagkvæmni lausnarinnar.​

bottom of page