top of page

Opus Komuskráning

57238160373__C0EDA530-4E4F-4F10-A53B-B5D

 

Viðskiptavinurinn sér sjálfur um að skrá komu sína í Tstofu 

Nú er það mögulegt að leyfa viðskiptavininum sjálfum að skrá komu sína beint í Tstofu. Við höfum búið til viðbótarforrit til að það sé hægt. Komuskráning er uppsett á snertiskjá-tölvu í móttöku tannlæknastofunnar þannig að viðskiptavinurinn getur slegið inn kennitölu sína þegar hann mætir. Komuskráningin gefur viðskiptavininum til kynna að skráningin sé móttekin og að óhætt sé að setjast niður þar til kallað verður á hann. Komuskráningin birtist svo í dagbók Tstofu á öllum tölvum stofunnar þannig að starfsfólk veit að viðskiptavinurinn er mættur.

Það er frábær þjónusta við viðskiptavininn að hann geti strax látið vita um mætingu óháð því hversu mikið er að gera við afgreiðslu annarra viðskiptavina. Við það minkar líka álagið á afgreiðsluna og þörfin fyrir viðveru í afgreiðslunni.

bottom of page