Opus Dental
Opus Dental 7.1
Opus er leiðandi heildarlausn til reksturs tannlæknastofa á Norðurlöndum. Hugbúnaðurinn er notaður daglega af meira en 18.000 tannlæknum á yfir 4.000 tannlæknastofum. Á Íslandi eru það rúmlega 250 tannlæknar sem nota Opus daglega á yfir 100 tannlæknastofum. Opus hefur verið þróað í nánu samstarfi við tannlækna í rúm 20 ár. Niðurstaðan af þeirri vinnu er heilsteyptur og notendavænn hugbúnaður sem á hvergi sinn líkan.
Opus Dental hugbúnaðurinn sér um allt flæðið á tannlæknastofunni. Allt frá skráningu á viðskiptavininum, heilsufarsupplýsingum og bókun á tíma til sjúrnalskráningar, útskuldunar og sjálfvirks uppgjörs við Sjúkratryggingar. Hvort sem þú ert með í rekstri stóra eða litla tannlæknastofu þá er Opus Dental hannað þannig að flæði stofunnar er sem best. Komi upp spurningar um virkni forritsins er Opus þjónustan alltaf reiðubúin til að hjálpa þér.
Uppgötvaðu heildina og einfaldleika Opus Dental
Með Opus Dental færð þú rekstrarkerfi fyrir stofuna sem uppfyllir alla þætti í rekstri hennar. Hvort sem þú ert með litla eða stóra tannlæknastofu þá passar Opus Dental fyrir þig. Það er auðvelt að læra á forritið þar sem það er uppbyggt á skiljanlegan máta. Forritið notast við valmyndastikur og virkni sem fylgir rökréttri hönnun.
Auðveld og hröð sjúrnalskráning
Í Opus Dental vinnur þú í tann-myndinni þannig að sjúrnal línurnar stofnast út frá því sem þú velur. Hægt er að forvinna fyrir fram skilgreinda sjúrnaltexta á þann hátt að ekki þurfi að skrifa í sjúrnalinn með lyklaborðinu nema að litlu leyti.
Auðvelt er svo að sía í burtu texta þannig að texti sem þú vilt sjá er auðfundinn. Hægt er að flýta fyrir skráningu með aðgerða hópum og tann-myndin gefur strax góða yfirsýn um stöðu sjúklingsins.
Ein dagbók með marga möguleika
Dagbókin í Opus Dental gefur þér fulla yfirsýn yfir það sem þú vilt sjá. Hvort sem það er yfirsýn yfir eigin dagskrá, dagskrá vinnuhópsins sem þú ert í eða dagskrá allra í fyrirtækinu í einni sýn. Allt er það breytilegt eftir þínum þörfum.
Allt er hægt að stilla og breyta, lengd tímaeininga, byrjun og endir á deginum, fjöldi daga í viku, fjöldi daga sýndir í einni skjámund o.s.frv.
Tímabókanir eru skráðar, fluttar og breyttar á einfaldan hátt. Í dagbókinni sést svo hvort viðskiptavinir eru skráðir mættir, hvort SMS áminning um tímann hafi skilað sér o.s.frv.