Opus backup
Fullkomin lausn.
Opus backup býr yfir margs kyns tæknilegra yfirburða til að gera afritunartöku bæði hagkvæma og örugga. Afritun með Opus backup byggir á svokallaðri síhlutafritun (e. Progressive Incremental Backup), en hún felst í því að aðeins er tekið afrit af þeim gögnum sem hafa breyst frá því síðasta afrit var tekið og aldrei þarf að taka heildarafrit af búnaði nema í upphafi afritunarferilsins. Þessi aðferð lágmarkar álag á búnað vegna flæðis gagna milli þjóna og nýtir betur pláss á geymslumiðlum þar sem sömu gögnin liggja ekki á mörgum miðlum á sama stað.
Afritunarkerfið er virkt allan sólarhringinn og skiptir verkum upp í ákveðna röð. Meginþungi afritunar á gögnum af þjónum fer fram milli kl. 18:00 og 08:00 dag hvern. Utan þess tíma sinnir kerfið öðrum verkum, s.s. flutningi gagna í gagnaskýi, speglun afritaðra gagna milli afritunarþjóna, fjarlægjun á úreldum gögnum og losun gagnarýmis.
Afritunarþjónusta.
Vel útfært og skipulagt afritunarferli er besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn fyrirtækja, gegn innbroti í tölvukerfi, vírusum og öðrum þeim hættum sem steðja að. Ef afritunin er í lagi þá er ekkert sem getur gerst sem ekki er hægt að laga og rekstur fyrirtækisins þannig tryggður.