SMS
Besta leiðin í dag til að minna á tímabókanir og ná til sem flestra er með SMS skeyti.
Tstofa býður upp á innbyggt SMS kerfi sem sér um að senda áminningar um tímabókanir sjálfvirkt. Það er einnig hægt að nota það til að senda innkallanir í skoðun og þessháttar skilaboð til viðskiptavina. Dagbókinn í Tstofu sýnir svo með merkingum hvort sími viðkomandi viðskiptavinar hafi staðfest móttöku skilaboðanna eða ekki. Með þeim hætti er hægt að fækka þeim tilfellum þar sem viðskiptavinur mættir ekki í tíma.
Til að geta nýtt sér SMS kerfið í Tstofu þá þarf að vera með áskrift á SMS þjónustunni hjá Heilsusýn.
Almennt um SMS kerfi.
SMS þjónustur byggja í dag á frekar gamalli tækni sem hefur sömu takmarkanir í dag og var í upphafi. Þessi takmörkun liggur í hámarks lengd hvers skeytis. Þessar takmarkanir eru þær sömu fyrir alla sem bjóða upp á SMS þjónustur.
Í upphafi var eingöngu boðið upp á það sem í daglegu tali er kallað hefðbundin SMS skeyti. Hámarkslengd þessara skeyta eru 160 stafir og í upphafi var klippt aftan af skilaboðunum ef þau voru lengri en það. Í dag aftur á móti, með komu smartsíma, hefur verið farið í það að splæsa SMS skeytum saman. Þannig að ef skilaboðin eru lengri en 160 stafir þá eru skilaboðin deild niður í eins mörg 153 stafa skeyti og þörf er á. Skeytin eru svo sett saman í síma viðkomandi sem ein skilaboð.
Í dag er svo líka verið að bjóða upp á Unicode SMS skeyti. Það eru skeyti sem geta flutt íslenska sérstafi. Hámarkslengd þessara skeyta eru 70 stafir. Þannig að ef skilaboðin sem verið er að senda þar sem stuðningur á að vera við íslenska stafi eru lengri en 70 stafir þá eru skilaboðin deild niður í eins mörg 67 stafa skeyti og þörf er á. Sem eru svo sett saman í eitt í móttöku símanum.
SMS þjónusta hjá Heilsusýn.
SMS þjónustan býður bæði upp á hefðbundin SMS og SMS sem styðja íslenska stafi. Það er því í höndum hvers og eins að velja það sem hentar fyrir sitt fyrirtæki. Innan sömu tannlæknastofu (í sama Opus gagnagrunni) eru oft fleiri en eitt fyrirtæki. Hvert fyrirtæki getur samt sem áður valið að nota hefðbundin eða íslensk SMS óháð því hvað hin fyrirtækin á stofunni velja.
Til að mæta mismunandi þörfu lítilla og stórra tannlæknastofa hefur Heilsusýn gert samning við tvö SMS þjónustufyrirtæki um sendingar á SMS skeytunum. Það gefur hverri tannlæknastofu tækifæri til að velja hagkvæmustu leiðina fyrir sig.
Samningur sem hentar best minni tannlæknastofum.
Ekkert tengigjald og ekkert lágmarks gjald á mánuði, hvert SMS sem sent er kostar 15 kr.*
Fyrirtæki sem samnýta einn Opus gagnagrunn eru rukkuð hvert fyrir sig fyrir sína notkun.
Samningur sem hentar best stærri tannlæknastofum (senda 800 SMS á mánuði eða fleiri).
Tengigjald 6.200 kr.* (ekkert SMS innifalið), hvert SMS sem sent er kostar 8,68 kr.*
Athugið að fyrirtæki sem samnýta einn Opus gagnagrunn deila með sér kostnaðinum á tengigjaldinu en eru rukkuð hvert fyrir sig fyrir sína notkun.
*Virðisaukaskattur er innifalin í verði.